175 milljónir króna frá Media áætlun ESB og Eurimages til íslenskra kvikmyndaverkefna 2013

eu flag22013 var síðasta ár MEDIA 2007 áætlunarinnar og það gjöfulasta frá upphafi þess að Íslendingar hófu þátttöku í henni árið 1992.

Alls hafa komið inn um 875 þúsund evrur á árinu til íslenskra fyrirtækja og verkefna eða um 143 milljónir á meðalgengi ársins. Þetta er hæsta upphæð frá upphafi á einu ári, en frá því að Íslendingar hófu þátttöku í kvikmynda og margmiðlunaráætlun ESB hafa íslensk kvikmyndafyrirtæki og íslenskar kvikmyndir fengið tæpan milljarð í víkjandi lánum og styrkjum, eða u.þ.b. 48 milljónir á ári í 21 ár.

Þetta kemur fram í nýrri tilkynniningu frá MEDIA upplýsingaþjónustunni á Íslandi.

Þá var einnig  úthlutað 200 þúsund evrum frá Eurimages, kvikmyndasjóði Evrópuráðsins, eða ríflega 32 milljónum íslenskra króna, til framleiðslu á nýrri kvikmynd eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson (París norðursins).

Samtals gerir þetta 1.075.000.- evrur sem runnið hafa til íslenskra kvikmyndafyrirtækja og íslenskra kvikmynda á árinu 2013 eða um 175 milljónir íslenskra króna.

Ný áætlun “Creative Europe” tekur við árið  2014 og á að styrkja kvikmyndir og menningu á næstu 7 árum. Rekstur á upplýsingaskrifstofu vegna nýrrar áætlunar flyst til Rannís en Media upplýsingaþjónusta á Íslandi hefur séð um upplýsingamiðlun frá 1992. Sigríður Margrét Vigfúsdóttir hefur verið fulltrúi Íslands í MEDIA áætluninni frá upphafi og í stjórn Eurimages frá 2002.

Meðfylgjandi er listi yfir allar úhtlutanir frá MEDIA 2007 til Íslands 2013 (meðalgengi árið 2013: 1 evra = 162.91 kr.).

Styrkir til framleiðenda

1. Styrkir til undirbúnings verkefna til íslenskra fyrirtækja árið 2013

Fimmtán umsóknir fóru frá íslenskum framleiðendum til einstakra verkefna og þar af var ein fyrir pakkaumsókn. Fimm þeirra fengu úthlutun.

[tble caption=““ width=“580″ colwidth=“180|50|50|300″ colalign=“left|center|center|left“]

FYRIRTÆKI,EVRUR,KRÓNUR,VERKEFNI
Sögn/Blue Eyes ehf.,60.000.-,9.774.600.-,(Leikið sjónvarpsefni: “Trapped”)
Skrípó ehf.,60.000.-,9.774.600.-,(Teiknimynd: “Space Stallions”)
Markell ehf.,33.000.-,5.376.030.-,(Heimildarmynd: “Trend Beacons”)
Gunhil ehf.,80.000.-,13.032.800.-,(Teiknimynd – bíómynd: “Ploe – You never fly alone”)
Seylan ehf.,35.000.-,5.701.850.-,(Heimildarmynd: “Seachange”)
Samtals styrkir til undirbúnings,268.000.-,43.659.880.-,
[/tble]

2. Styrkir til framleiðenda til framleiðslu á sjónvarpsefni

[tble caption=““ width=“580″ colwidth=“180|50|50|300″ colalign=“left|center|center|left“]

FYRIRTÆKI,EVRUR,KRÓNUR,VERKEFNI
Pegasus ehf.,199.194,32.450.695.-,(Leikið sjónvarpsefni – The Lava Field)
Samtals styrkir til sjónvarpsdreifingar,199.194.-,32.450.695.-,
[/tble] [tble caption=““ width=“580″ colwidth=“180|50|50|300″ colalign=“left|center|center|left“] Samtals styrkir til framleiðenda 2013,467.194.-,76.110.575.-,
[/tble]

Styrkir til dreifingar

1. Lán og styrkir til dreifingar á evrópskum kvikmyndum (valkerfið)

[tble caption=““ width=“580″ colwidth=“180|50|50|50|300″ colalign=“left|center|center|left“]

FYRIRTÆKI,FJÖLDI,KVIKMYND,EVRUR,KRÓNUR
Sena ehf.,1 kvikmynd,“Le Passe”,1.200.-,195.492.-
Myndform,2 kvikmyndir,“I give it a year”,3.700.-,602.767.-
,,“Quartet”,3.000.-,488.730.-
Heimili kvikmyndanna (Bíó Paradís),12 kvikmyndir,“Hanna Arendt”,2.500.-,407.275.-
,,“Ata söva dö”,2.500.-,407.275.-
,,“Meteora”,2.500.-,407.275.-
,,“Paradies Glaube”,2.100.-,342.111.-
,,“Paradies Hoffnung”,2.500.-,407.275.-
,,“Paradies Liebe”,2.100.-,342.111.-
,,“Broken Circle Breakdown”,2.500.-,407.275.-
,,“Camille Claudel”,2.500.-,407.275.-
,,“Jeune et Jolie”,2.500.-,407.275.-
,,“Pozitia Copilului”,1.500.-,244.365.-
,,“Sur le chemin de l´ecole”,3.000.-,488.730.-
,,“The Congress”,2.500.-,407.275.-
Samtals úr Valkerfi,,,36.600.-,5.962.506.-
[/tble]

2. Skilyrtir styrkir til dreifingar á evrópskum kvikmyndum (sjálfvirka kerfið)
[tble caption=““ width=“580″ colwidth=“200|200|50|50″ colalign=“left|left|center|center“]

FYRIRTÆKI,,EVRUR,KRÓNUR
Myndform,VARLEGA ÁÆTLAÐ,8.500.-,1.384.735.-
Bíó Paradís,VARLEGA ÁÆTLAÐ,2.500.-,407.275.-
Samtals skilyrtir styrkir til dreifingar,,11.000.-,1.792.010.-
[/tble] 3. Styrkir frá Europa Cinemas til kvikmyndahúsa sem sýna evrópskar kvikmyndir
[tble caption=““ width=“580″ colwidth=“200|200|50|50″ colalign=“left|left|center|center“]

FYRIRTÆKI,,EVRUR,KRÓNUR
Bíó Paradís (Heimili kvikmyndanna),,17.350.-,2.826.489.-
[/tble] 4. Styrkur til kaupa á stafrænum sýningarkerfum

[tble caption=““ width=“580″ colwidth=“200|200|50|50″ colalign=“left|left|center|center“]

FYRIRTÆKI,,EVRUR,KRÓNUR
Bíó Paradís (Heimili kvikmyndanna),,60.000.-,9.774.600.-
[/tble] [tble caption=““ width=“580″ colwidth=“200|200|50|50″ colalign=“left|left|center|center“] Samtals til dreifingar,,124.950.-,20.355.605-
[/tble] 5. Styrkir til Kvikmyndahátíða
[tble caption=““ width=“580″ colwidth=“200|200|50|50″ colalign=“left|left|center|center“] FYRIRTÆKI,,EVRUR,KRÓNUR
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Rvk. RIFF2013,,54.680.-,8.907.919.-
[/tble] [tble caption=““ width=“580″ colwidth=“200|200|50|50″ colalign=“left|left|center|center“] Samtals til íslenskra fyrirtækja 2013,,646.824,105.374.098.-
[/tble] Þá fengu eftirtaldar íslenskar kvikmyndir dreifingarstyrki í gegnum sjálfvirka kerfið:
[tble caption=““ width=“580″ colwidth=“200|200|50|50″ colalign=“left|left|center|center“] KVIKMYND,,EVRUR,KRÓNUR
Djúpið (dreifing til 16 landa),,228.000.-,37.143.480.-
[/tble] [tble caption=““ width=“580″ colwidth=“200|200|50|50″ colalign=“left|left|center|center“] Samtals til íslenskra fyrirtækja og íslenskra verkefna árið 2013,,874.824.-,142.517.578.-
[/tble]

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR