Kitla fyrir „Borgríki II“ er hér

Darri Ingólfsson og Hilmir Snær Guðnason í Borgríki II eftir Olaf de Fleur.
Darri Ingólfsson og Hilmir Snær Guðnason í Borgríki II eftir Olaf de Fleur.

Borgríki II – blóð hraustra manna verður frumsýnd næsta haust. Ólafur Jóhannesson de Fleur leikstýrir og skrifar handrit ásamt Hrafnkeli Sigurðssyni. Í aðalhlutverkum eru Darri Ingólfsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Zlatko Krickic, Sigurður Sigurjónsson og Hilmir Snær Guðnason. Ólafur og Kristín Andrea Þórðardóttir framleiða fyrir Poppoli.

Myndin segir frá Hannesi, yfirmanni innra eftirlits lögreglunnar, sem rannsakar spilltan yfirmann fíkniefnadeildarinnar. Hann kemur ungri lögreglukonu í stöðu njósnara og leiðir það Hannes á hálan ís.

Myndin er sjálfstætt framhald Borgríkis sem sömu aðilar sýndu 2011.

Kitla myndarinnar var frumsýnd í dag og gefur að líta hér að neðan:

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR