„Ófullgert verk fyrir sjálfspilandi píanó“ í Bæjarbíói

Úr Ófullgerðu verki fyrir sjálfspilandi píanó eftir Nikita Mikhalkov.
Úr Ófullgerðu verki fyrir sjálfspilandi píanó eftir Nikita Mikhalkov.

Kvikmyndasafnið sýnir í Bæjarbíói í kvöld kl. 20 og á laugardag kl. 16 rússnesku myndina Ófullgert verk fyrir sjálfspilandi píanó eftir Nikita Mikhalkov frá 1977.

Í kynningu safnsins segir:

Platónov eftir Anton Tsjekhov liggur til grundvallar myndinni en viðfangsefnið er, eins og í mörgum verkum Tsjekhovs, örvænting og tilgangsleysi í lífi rússneskrar millistéttar um aldamótin 1900.

Fjölskylda og vinir Önnu Petrovnu koma saman á sveitasetri ekkjunnar. Undir stofuleikjum og innantómu tali um réttindi kvenna og getu bændastéttarinnar vakna ástir þeirra Sofíu og Misja á ný. En eru þau tilbúin að hlaupast á brott frá fjölskyldu og vinum til að láta gamla drauma rætast? Myndin skartar stjörnum á borð við Aleksandr Kaljagin en þetta er það hlutverk sem hann er þekktastur fyrir. Rússnesk-ameríska leikkonan Jelena Solovey er einnig þekktust fyrir þær myndir sem hún lék í undir stjórn Nikita Mikhalkov.

Sjá nánar hér: Ófullgert verk fyrir sjálfspilandi píanó. | Kvikmyndasafn Íslands.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR