Peter Wintonick er látinn

Peter Wintonick.
Peter Wintonick.

Peter Wintonick ljóðskáld, kvikmyndagerðarmaður, blaðamaður og dagskrárstjóri heimildamynda á RIFF, er látinn sextugur að aldri. Banamein hans var krabbamein í lifur.

Wintonick var óþreytandi leiðbeinandi upprennandi kvikmyndagerðarmanna víða um heim. Hann fæddist í Trenton, Ontario árið 1953. Ferill hans spannaði 35 ár og kom hann að yfir 100 kvikmyndum og ýmiskonar annarri miðlun. Meðal þessara verkefna voru heimildamyndirnar Manufacturing Consent: Noam Chomsky and the Media frá 1992 og Cinéma Vérité: Defining the Moment frá 2000, en hann stjórnaði gerð þeirra beggja.

Hann var verðlaunaður af kanadískum yfirvöldum árið 2006 fyrir framlag sitt til sjónrænna lista og var einn stofnenda DocAgora, reglulegs viðburðar sem var á dagskrá kvikmyndahátíða víða um heim og lagði áherslu á framsækna útleggingu stafrænnar tækni. Wintonick var jafnan mjög sýnilegur þegar RIFF hátíðir síðustu ára stóðu yfir og tók þátt í fyrirlestrum, ráðstefnum og öðrum viðbuðum hátíðarinnar.

Wintonick tilkynnti fyrir skemmstu að hann hefði greinst með krabbamein í lifur. Hann ákvað að nota sjúkdómsgreininguna sem grundvöll nýrrar heimildamyndar og vann að henni til dauðadags. Myndin kallast Be Here Now. Hér er hægt að minnast hans og styðja framleiðslufyrirtækið EyeSteelFilm til að ljúka verkinu.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR