„Oueen of Montreuil“ Sólveigar Anspach verðlaunuð í Stuttgart

Sólveig Anspach leikstjóri.
Sólveig Anspach leikstjóri.

Kvikmyndin Queen of Montreuil eftir Sólveigu Anspach hlaut dómnefndarverðlaun unga fólksins á frönskum kvikmyndadögum í Stuttgart Þýskalandi sem lauk í gær. Myndin, sem hlaut áhorfendaverðlaun RIFF í fyrra, er nokkurskonar sjálfstætt framhald Skrapp út sem Sólveig gerði hér á landi fyrir nokkrum árum og fer Didda Jónsdóttir með eitt aðalhlutverkanna, sem sama persóna og í Skrapp út.

Á hátíðinni var einnig sérstök yfirlitssýning á verkum Sólveigar. Auk Queen of Montreuil voru sýndar myndirnar Skrapp út, Lulu in the Nude, stutta heimildamyndin Anne et les Tremblements, heimildamyndin Reykjavik, des elfes dans la ville og Stormy Weather (einnig með Diddu).

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR