„Faust“ eftir Alexandr Sokurov í Bæjarbíói

Alexander Sokurov leikstjóri.
Alexander Sokurov leikstjóri.

Kvikmyndasafnið sýnir Faust eftir rússneska meistarann Alexandr Sokurov annað kvöld kl. 20 og laugardag kl. 16. Myndin var að hluta tekin hér á landi sumarið 2011 og fer Sigurður Skúlason með hlutverk í henni. Sigurður mun fylgja myndinni úr hlaði með nokkrum orðum við upphaf sýningar annað kvöld.

Faust Alexandr Sokurovs er ein af mörgum kvikmyndaútgáfum sem gerðar hafa verið upp úr þýsku þjóðsögunni um manninn sem seldi djöflinum sálu sína fyrir þekkingu og gerði samkomulag við hann um ákveðinn frest fram að skuldaskilum. Hún hlaut Gullna ljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Sokurov (1951) er einn mikilvægasti kvikmyndaleikstjóri Rússlands nú á dögum og hafa myndir hans hlotið margvíslegar viðurkenningar. Hann er þekktastur fyrir leiknu myndir sínar en á að baki um 20 áhugaverðar heimildarmyndir. Andrei Tarkovsky studdi hann með ráðum og dáð á sínum tíma.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR