Fyrstu myndir úr „Sumarbörnum“

sumarbörn-stillTökum á Sumarbörnum, fyrstu bíómynd Guðrúnar Ragnarsdóttur, lauk fyrir nokkru. Myndin segir af tvíburasystkinunum Eydísi og Kára sem eru send á Silungapoll vegna heimiliserfiðleika og fátæktar. Börnin trúa því statt og stöðugt að dvölin verði stutt, en biðin veldur þeim síendurteknum vonbrigðum. Dagarnir líða, en Eydís með sinn sterka lífsvilja og lífsgleði yfirstígur hverja hindrunina eftir aðra með ráðsnilld og dugnaði og umhyggju fyrir Kára bróður sínum.

Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni, nokkurskonar forsmekk.

Sumarbörn – work in progress – from Ljósband on Vimeo.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR