Ný sería af „Sönnum íslenskum sakamálum“ hefst í kvöld á Skjá einum

Fyrsti þátturinn fjallar um "Flugfélagsmálið" svokallaða frá 1968.
Fyrsti þátturinn fjallar um „Flugfélagsmálið“ svokallaða frá 1968.

Forsmekkurinn að fimmtu þáttaröð leiknu heimildaþáttanna Sönn íslensk sakamál var forsýndur í Bíó Paradís í dag, en þættirnir hefja göngu sína á Skjá einum í kvöld kl. 21:30. Að þáttunum, sem eru alls átta talsins að þessu sinni, standa framleiðslufyrirtækin Herkill og Purkur með Viðar Garðarsson í broddi fylkingar. Sævar Guðmundsson stýrir flestum þáttanna en Gunnar Björn Guðmundsson kemur einnig að leikstjórn. Handritshöfundar eru Þór Jónsson, Sölvi Tryggvason og Ragnhildur Sverrisdóttir. Sigursteinn Másson er þulur.

Þættirnir, sem hófu göngu sína 1999, fjalla um margskonar sakamál allt frá sjöunda áratug síðustu aldar fram til okkar tíma. Skjár einn hefur gefið upp úrdrætti fyrstu fjögurra þáttanna.

Fyrsti þáttur: Fjallað er um óhugnanlegt morðmál frá sjöunda áratug síðustu aldar sem tengist kaupum Flugfélags Íslands á Boeing 727 vél félagsins. Til stóð að tveir flugmenn myndu fljúga vélinni heim með mikilli viðhöfn frá New York en það fór öðruvísi en ætlað var.

Annar þáttur: Flestir muna eftir þaulskipulögðu ráni sem framið var um hábjartan dag á Laugaveginum. Menn ruddust inn í Michelsen úrsmið og létu þar greipar sópa.

Þriðji þáttur: Kúluhamarsmálið er sérstætt sakamál frá tíunda áratug síðustu aldar. Ótrúlega útsmoginn flétta óhugnanlegs glæpamanns.

Fjórði þáttur: Á tímabili var hér starfrækt stærsta og fullkomnasta amfetamínverksmiðja í Evrópu. Góðkunningjar lögreglunnar stóðu að baki henni en einn þeirra hafði stundað nám í efnafræði í fjarnámi frá Litla Hrauni.

Sjá má stiklu úr fyrsta þætti hér að neðan.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR