Óskar Þór leikstýrir „Point of Violence“

Óskar Þór Axelsson leikstjóri.
Óskar Þór Axelsson leikstjóri.

Bandaríska kvikmyndafyrirtækið Milennium Films hefur ráðið íslenska leikstjórann Óskar Þór Axelsson til að leikstýra spennumyndinni Point of Violence. Kvikmyndavefurinn Deadline greinir frá þessu í kvöld.

Myndin segir frá leigumorðingja sem er ráðinn til að myrða konu sem reynist vera fyrrverandi ástkona hans. Áætlað er að tökur hefjist snemma á næsta ári.

Óskar Þór gerði íslensku spennumyndina Svartur á leik sem var frumsýnd í fyrra. Þá var í fyrra greint frá því að Óskar Þór hafði verið fenginn til að leikstýra spennumyndinni The Key Man sem leikstjórinn Brian De Palma hafði áður verið orðaður við. Deadline segir að einnig hafi verið nefnt að Óskar Þór leikstýri hrollvekjunni Garden District fyrir Dimension Films, kvikmyndafyrirtæki hinna áhrifamiklu Weinstein-bræðra.

RÚV segir frá: Óskar Þór leikstýrir fyrir Millenium Films | RÚV.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR