RVK Studios Baltasars, Magnúsar og Sigurjóns kynnir verkefni á Mipcom

Baltasar Kormákur.
Baltasar Kormákur.

RVK Studios, nýtt fyrirtæki Baltasars Kormáks, Magnúsar Viðars Sigurðssonar og Sigurjóns Kjartanssonar, kynnir fjölda nýrra verkefna fyrir mögulegum fjárfestum á Mipcom kaupstefnunni sem fram fer í Cannes 7.-10 október. Meðal verkefnanna eru sjónvarpsþáttaröðin Vatnajökull um björgunarsveitarmenn á Vatnajökli sem leita af týndum vísindamönnum en eitthvað dularfullt á sér stað á jöklinum; þáttaraðirnar First Degree og Trapped (Ófærð). Sú fyrrnefnda er dramaþáttaröð sem gerist í úthverfi og sú síðarnefnda spennutryllir í litlu þorpi.

Viðskiptablaðið greinir frá.

Sjá einnig umfjöllun hjá Variety: Baltasar Kormakur Readies TV Slate | Variety.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR